Gluggaskipti á 12.hæð á góðvirðisdegi

Gluggaskipti 12.hæð
Gluggaskipti 12.hæð
1 af 4

Skipta þurfti um brotna rúðu á 12. hæð í Reykjavík í dag. Aðstæður til verksins voru mjög góðar, logn og blíðskaparveður. Notast var við krana og unnið úr körfu sem hékk úr krananum. Verkið gekk eins og í sögu og eigendur voru að vonum ánægðir með nýjan glugga, eftir nokkra bið eftir góðum aðstæðum. Gaman að taka þátt í svona verkefnum og útsýnið ekki af verri endanum!