Gamlar syndir og miðilsfundur

Af ýmsum ástæðum getum við eins og aðrir átt gamlar syndir verk sem setið hafa á hakanum í einhvern tíma. Mikil gleði var því í síðustu viku þegar þannig rúða var glerjuð í Kópavogi hjá yndælis konu. Rúðunni hafði verið lokað og síðan mæld en þetta var rúða á 3.hæð Eins og myndin sýnir þarf að komast upp á svalir nágrannans til að geta glerjað. Þetta small allt saman, náðum í nágrannan og gekk vel, þáðum gott kaffi fyrir og boð um miðilsfund. Það sem frúnni þótti merkilegast var að hún mundi ekki eftir að við hefðum komið og mælt rúðuna á sínum tíma og það var eins og Siggi hefði séð sýn þegar hann nefndi málin og mætti með rúðuna - það fannst henni merkilegt! Svona viðskiptavinir lífga upp á daginn hjá okkur og eru ómetanlegir.