Fyrsta frostið - dögg á rúðum

Nú þegar farið er að kólna hafa flestir opnanlegu fögin meira lokuð hjá sér en áður, en passa verður að gott loftstreymi sé um rúðurnar annars dagga þær/kemur dögg - sem aftur heldur raka að gluggakörmunum og vatn getur komist að viðnum ef málning er farin að springa, viðurinn getur svo fúnað. Passa að láta gardínur eða púða ekki loka gluggum bæði vegna vatnsmyndunar og hita. Sólbekkir og botnlistar glugga fara oft illa þegar dögg myndast og geta verið kjörinn staður fyrir myglusvepp. (mynd af neti)