Frítt niðurhal og símaþjónusta - Nýjar og breyttar þjónustuleiðir
Vegna nýrra samninga Snerpu um útlandasamband hefur verið ákveðið að bjóða áskrifarpakka á heimilistengingum Snerpu sem innifela ótakmarkað niðurhal. Þessir netpakkar munu verða á sama verði og 150 GB netpakkar hafa verið á hingað til og lækkar því netkostnaður þeirra notenda sem hafa verið að kaupa stærri áskriftarpakka en við munum breyta öllum netáskriftum sem eru stærri í frítt niðurhal frá og með 1. maí nk. Pakkarnir verða eingöngu í boði á heimilistengingum og ekki er hægt að kaupa þjónustuna extranet með þeim (samnýing gagnamagns á fleiri tengingum).
Nýju áskriftarpakkarnir verða í boði frá og með 1. apríl en þar sem reikningar vegna apríl hafa nú þegar verið sendir út þurfa þeir notendur sem vilja notfæra sér nýju áskriftarleiðina að hafa samband í netfangið [email protected] og þeir sem eru með áskrift fyrir en vilja geta fengið áskriftarleið breytt mv. 1 apríl.
Þá verður einnig í boði símaþjónusta bæði yfir Smartnetið og ljósleiðarann. Stefnt er að því að símaþjónustan verði í boði um allt land en verið er að vinna að því að hægt verði að nota kerfi Mílu til þess utan Smartnetsins. Til að byrja með verður ein áskriftarleið í boði, sem er heimasími með 1000 mínútum í heimasíma innanlands inniföldum í mánaðargjaldinu sem verður 990 kr. Með því að taka bæði heimasíma og netáskrift á Smartnetinu verður hægt að spara umtalsverðar upphæðir í fjarskiptakostnaði heimilins.
Undanfarið hefur verið skortur á endabúnaði (routerum) hjá okkar birgjum, sem hefur verið að há okkur aðeins og í sumum tilfellum tafið afgreiðslu þó við göngum ekki svo langt að segja að Internetið hafi verið uppselt. Við eigum von á að það ástand verði úr sögunni upp úr miðjum apríl. Um þessar mundir er að eiga sér mikil endurnýjun á framleiðslulínum og gerðum af endabúnaði og hefur verð vegna hans einnig hækkað nokkuð. Við neyðumst því til að hækka leiguverð fyrir endabúnað og mun leigan hækka um 100 kr. (úr 590 kr. í 690 kr.) og tekur hækkunin gildi strax fyrir nýjar áskriftir og frá 1. maí fyrir aðrar áskriftir.
Við bendum notendum einnig á þennan pistil um fróðleik varðandi áskriftarleiðir okkar.