Eftir storminn

Nú eru um tveir mánuðir frá storminum og fárviðrinu sem gekk yfir landið sl. mars. Strákunum gengur vel að vinna niður kúfinn sem myndaðist og þakka ykkur þolinmæðina. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna, viljum sinna ykkur vel en langt er síðan veðrið var svona slæmt.