Breytt í kaffihús

1 af 4

Þessa haustdaga er Neyðarþjónustan glerdeild m.a. að glerja í Múlunum þar sem verið er að breyta rými í kaffihús. Fallegar stórar rúður allt að 300 kg ásamt mörgum smærri. Fyrir voru tvær tvöfaldar glerskífur en glugganum verður breytt núna þannig að ein tvöföld rúða þjóni sama hlutverki. Þá þarf að breyta állistum - eins og myndirnar sýna hér til hliðar.