föstudagurinn 31. janúar 2025
Arctic Fish semur við Snerpu
Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gert langtímasamning við Snerpu um áframhaldandi tölvutækniþjónustu við fyrirtækið. Arctic Fish var stofnað árið 2011 og er eitt umsvifamesta laxeldisfyrirtækið á Íslandi. Snerpa hefur þjónustað fyrirtækið á síðustu árum og er mikil ánægja með áframhaldandi samstarf.
Á myndinni handsala þeir Baldur Smári Einarsson og Stein Ove Tveiten hjá Arctic Fish samninginn við Jóhann Egilsson, þjónustustjóra hjá Snerpu.
Sturla Stígsson