Algeng vandamál í 3CX

Tengja heyrnartól við 3CX

Ef að þú ert ekki að ná að tengja heyrnartólin þín við 3cx eru hér nokkur skref sem gæti hjálpað við það.

  1. Það er alltaf gott að byrja á því að skoða hljóð stillingarnar í tölvunni sjálfri. Passa að í Audio Settings séu Output og Microphone valið sem heyrnartólið sem þú ert að nota.
  2. Fara yfir audio stillingar inn í 3cx. Til að gera það þá ýtir þú bara á notandann þinn uppi í hægra horninu og velur Settings. Þar inni velur þú Audio/Video

Þegar að þú ert komin þangað inn ertu með valmöguleika um að velja hvaða tæki þú vilt notast við 

  • Ringer - Þar velur þú í hvaða tæki hringitónninn kemur
  • Speaker - Þar velur þú hvar hljóðið í sjálfu símtalinu kemur
  • Microphone - Þar velur þú hvaða tæki nemur röddina þína

Ef að þú ert með Yealink eða Jabra headsett þá getur þú samþætt það við 3CX kerfið með því að velja Yealink eða Jabra í Headset Integration neðst niðri. Þegar að þú velur sem dæmi Jabra þá ætti að koma takki sem stendur á connect headset, eftir það þá eru heyrnartólin samþætt við 3CX kerfið.


Upp