Algeng vandamál í 3CX
Nærð ekki að skrá þig inn í 3CX
Ef að þú ert að reyna að skrá þig inn í 3CX kerfið en ert ekki að ná því er alltaf gott að rúlla aðeins yfir þessa punkta fyrir neðan og sjá hvort að það lagi vandamálið eitthvað.
- Ertu ekki örugglega að setja réttan notanda og lykilorð? Þegar að þú tengdir þig í fyrsta skiptið við 3CX áttu að hafa fengið mail með "extension" númerinu þínu sem er notandanafnið þitt. Í þeim pósti er einnig hlekkur inn á símstöðina
- Ef þú mannst ekki lykilorðið getur þú alltaf gert "Forgot Password" og fengið sendan hlekk á netfangið þitt til að búa til nýtt lykilorð
- Er netsambandið sem þú ert tengdur við ekki örugglega í lagi?
- Hreinsaðu kökurnar í vafranum sem að þú ert í.