Algeng vandamál í 3CX
Handfrjáls sími virkar ekki
Ef að þú ert með handfrjálsan Yealink síma sem er tengdur við 3CX kerfið og hann er ekki að virka þá erum við með nokkur ráð sem gætu hjálpað við það að koma honum í lag.
- Endurræsa handtækið: Taktu rafhlöðuna úr bakhliðinni og settu hana aftur í símann.
- Endurræsa móðurstöðina: Móðurstöðin er lítið svart box sem að ætti að vera tengt við ráterinn ykkar. Hægt er að finna boxið og taka það úr sambandi og setja það aftur í samband eða prufa að fara inn í stillingarnar í handtækinu og finna "System settings" og þar inni velja "Base Restart".