Algeng vandamál í 3CX
Fæ ekki símtöl
Ef að þú ert ekki að fá símtöl inn til þín í 3cx þá eru nokkrir hlutir sem gætu verið að valda því.
- Hver er statusinn þinn? Uppi í hægra horninu á notandanum þínum ertu með valmöguleika um að setja status. Til að vera viss um að þú fáir símtöl til þín vilt þú vera Available (ef þú ert available þá á punkturinn að vera grænn eins og á myndinni fyrir ofan.
- Athugaðu hvort að þú sért skráð/ur inn í hringihópinn þinn. Til að gera það þá ferð þú og ýtir á notandann þinn uppi í hægra horninu og skoðar hvort að það standi "log out from queue" eða "login to queue" Ef að það stendur "log out from queue" þá ert þú skráð/ur inn í hringihópinn en ef það stendur "login to queue" þá ertu ekki skráð/ur inn. Til að breyta þessu þá einfaldlega ýtir þú bara á takkann
Þú ættir að geta valið í hvaða biðröð þú skráir þig og getur verið skráð/ur í fleiri en eina biðröð. Þá kanntu að vera skráð/ur út af einni af þeim biðröðum. En til að skrá sig inn í biðröðina þarf að:
- Skráðu þig inná 3CX í tölvunni!
- Förum í “Panel”.
- Finnur flipann uppi hægra meginn til að velja biðröðina sem á við.
- Smellir á Logged out til að breyta því í Logged in!
- Prufa að loka 3CX appinu og opna það aftur, ef það virkar ekki er alltaf sterkur leikur að prufa að endurræsa tölvuna og sjá hvort að það virki eftir það.